Velkomin á heimasíðu Brimver/Æskukots

Næstu starfsdagar

7. júní 2017 – Leikskólinn lokaður
6. júlí 2017  – Sumarfrí hefst, leikskólinn opnar aftur eftir sumarfrí 10. ágúst 2017

Fréttir

 • Starfsdagur 21. febrúar – Leikskólinn lokaður

  Leikskólinn verður lokaður þriðjudaginn 21. febrúar vegna starfsdags kennara.

  Dagskrá:
  8:00 Teymisfundir
  9:30 Barnavernd – Anný Ingimarsdóttir, verkefnastjóri félagslegrar ráðgjafar
  10:00 Snemmtæk íhlutun – Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur
  12:00 Hádegismatur
  kl. 13:00- 16:00 Þróunarverkefnið Námsmat á mörkum skólastiga – Anna Elísa Hreiðarsdóttir

  Þróunarverkefnið „Námsmat á mörkum skólastiga í Árborg“. Allir leikskólar og grunnskólar sveitarfélagsins taka þátt í verkefninu ásamt FSu. Verkefnið, sem styrkt er af Sprotasjóði, beinist að því hvernig þróun námsmats getur stuðlað að samfellu milli skólastiga með það að meginmarkmiði að bæta námsaðstæður, nám og árangur nemenda.

  16.2.2017 | Sjá nánar
 • Innritun 6 ára barna skólaárið 2017−2018 og skólahverfi í Árborg

  Innritun 6 ára barna skólaárið 2017−2018 og skólahverfi í Árborg

   

  Innritun barna sem eru fædd árið 2011 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2017 fer fram 20. febrúar−2. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og skólavistun (frístund) inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla. Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla er að finna á www.arborg.is Rétt er að minna á að frístundatilboð fyrir 6‒9 ára börn verða í boði á vegum Umf. Selfoss fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Þau verða kynnt nánar í vor. Upplýsingar um innritun er hægt að fá í grunnskólunum og á skrifstofu fræðslusviðs.

  Skólahverfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Börn sem eiga lögheimili í eftirtöldum götum og bæjum eiga vísa námsvist í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri:

  Álfsstétt, Bakarísstígur, Búðarstígur, Dvergasteinar; Eyrargata, Háeyrarvegur, Háeyrarvellir, Hjalladæl, Hjallavegur, Hulduhóll, Merkisteinsvellir, Mundakot, Nesbrú, Ólafsvellir, Sólvellir Eyrab., Túngata, Þykkvaflöt, Blómsturvellir, Bæir við Stokkseyri, Eyjasel, Eyrarbraut, Hafnargata, Hásteinsvegur, Heiðarbrún, Íragerði, Sandgerði, Stjörnusteinar, Stokkseyri, stök hús, Strandgata, Tjarnarstígur.

  Skólahverfi Sunnulækjarskóla. Börn sem eiga lögheimili við neðangreindar götur á Selfossi og í hinum gamla Sandvíkurhreppi eiga vísa námsvist í 1. – 10. bekk Sunnulækjarskóla:

  Aðaltjörn, Akurhólar, Álfhólar, Álftarimi, Ástjörn, Bakkatjörn, Baugstjörn, Berghólar, Birkihólar, Dranghólar, Dverghólar, Dælengi, Erlurimi, Fagrahella, Fífutjörn, Folaldahólar, Gauksrimi, Grafhólar, Grundartjörn, Háengi, Hellishólar, Hólatjörn, Hrafnhólar, Hraunhella, Hraunhólar, Hrauntjörn, Kálfhólar, Kerhólar, Kjarrhólar, Lágengi, Lóurimi, Melhólar, Miðengi, Móhella, Nauthólar, Norðurbraut, Norðurgata, Norðurleið, Sandvíkurhreppur, Seftjörn, Sílatjörn, Smáraland, Snæland, Spóarimi, Starengi, Stekkjarland, Suðurbraut, Suðurgata, Suðurengi, Suðurleið, Tjaldhólar, Tröllhólar, Urðartjörn, Vallarland, Vörðuland, Þrastarimi.

   

  Skólahverfi Vallaskóla. Börn sem eiga lögheimili við neðangreindar götur á Selfossi.

  Austurmýri, Austurvegur, Álalækur, Árbakki, Ártún, Árvegur, Bankavegur, Birkigrund, Birkivellir, Bleikjulækur, Bæir innan Selfoss, Engjavegur, Eyrarlækur,  Eyravegur, Fagramýri, Fagurgerði, Fífumói, Fossheiði, Fosstún, Fossvegur, Furugrund, Grashagi, Grenigrund, Grænumörk, Grænuvellir, Heiðarvegur, Heiðmörk, Heimahagi, Hellubakki, Hjarðarholt, Hlaðvellir, Hrísholt, Hörðuvellir, Jaðar, Jórutún, Kirkjuvegur, Kjarrmói, Kringlumýri, Lambhagi, Langamýri, Laufhagi, Laxabakki, Laxalækur, Lyngheiði, Lyngmói, Lækjarbakki, Mánavegur, Merkiland, Miðtún, Rauðholt, Reynivellir, Reyrhagi, Réttarholt, Seljavegur, Sigtún, Skólavellir, Sléttuvegur, Smáratún, Sóltún, Sólvellir, Starmói, Stekkholt, Sunnuvegur, Tjarnarmói, Tryggvagata, Tunguvegur, Urðarmói, Úthagi, Vallholt, Víðivellir, Þóristún, Þórsmörk.

      Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri       

                      Sunnulækjarskóli                                            

                            Vallaskóli

        Skrifstofa fræðslusviðs Árborgar

  16.2.2017 | Sjá nánar
 • 5.02.2017

  Dagur leikskólans 6. febrúar

 • 1.02.2017

  Starfsdagur 21. febrúar – Leikskólinn lokaður

 • 26.12.2016

  Gleðileg jól og farsælt komandi ár

 • 26.12.2016

  Gjaldskrárbreytingar

 • 7.12.2016

  Bókagjöf

 • 7.12.2016

  Jólaball