Heilsuleikskólinn Brimver-Æskukot lokar 12:00 á hádegi.

Samkvæmt bókun á fundi Bæjarráðs Árborgar þann 21. maí sl. mun Leikskólinn Brimver – Æskukot  loka klukkan 12:00, föstudaginn 19. júní vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Í tilefni af afmælinu verður haldinn hátíðarfundur leikskólanna í Árborg á Hótel Selfossi sama dag frá kl. 13:00 – 15:00. Þar verður m.a. rætt um það hvernig hægt sé að auka lýðræði í leikskólum. Fundurinn er öllum opinn og er starfsfólk sveitarfélagsins hvatt til að taka þátt í honum eða öðrum þeim viðburðum sem í boði verða víðs vegar um landið á þessum degi. Hægt er að nálgast dagskrá hátíðarfundarins hér.