Alþjóðlegur dagur einhverfunnar

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn 2. apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þann dag til að vekja athygli á þessu góða málefni sem snertir svo marga. Þar sem 2. apríl bar upp á Skírdag nú í ár er Blái dagurinn haldinn í dag þann 10.apríl.

 

Umsjónarfélag einhverfra hvetur áhugasama til að smella myndum af sér og setja á netið með skilaboðunum:

 

Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu“.

Ef myndirnar eru settar inn á Instagram má endilega merkja þær #blar2april og #einhverfa. Þannig má taka þátt í að breiða út boðskapinn og vekja athygli á málefninu.

 

Nánari upplýsingar um einhverfu er að finna á einhverfa.is og greining.is.

 

Þeim sem vilja fræðast um einhverfu á einfaldan hátt er jafnframt bent á skemmtilegt myndband hér að neðan sem er eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttur og kallast „Introvert“.