Hreyfing og jóga

Í maí og júní munum við færa hreyfi- og jógastundirnar okkar út undir beran himinn, en það er fátt betra en að hreyfa sig úti, anda að sér fersku lofti og njóta náttúrunnar um leið. Farið verður í ýmsar göngu- og vettvangsferðir í okkar nánasta umhverfi og munu ratleikir, útileikir, fjársjóðsleit og fleira skemmtilegt m.a. koma við sögu.

Þetta er að sjálfsögðu allt skipulagt með fyrirvara um breytingar, og verða stundirnar færðar inn ef veðurguðirnir byrja eitthvað að stríða okkur.