Aðalfundur foreldrafélaga og kosið í foreldraráð

Aðalfundur foreldrafélaga í Brimveri – Æskukoti

Þriðjudaginn 27. september kl. 20.00 verður haldinn aðalfundur foreldrafélaga leikskólans og
kosið í foreldraráð.
Fundurinn verður á Brimveri Eyrarbakka.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf foreldrafélaga í Brimveri/Æskukoti:

  1. Skýrsla stjórna
  2.  Ársreikningar kynntir
  3.  Kosning nýrra stjórna
  4. Kosning fulltrúa í foreldraráð fyrir skólaárið 2015-2016. Óskað er eftir framboðum á fundinum og á hver forsjáraðili atkvæðisrétt ef til atkvæðagreiðslu kemur. Fjórir fulltrúar eru kosnir í ráðið og skal stefnt að því að þeir komi af jafnmörgum deildum leikskólans. Æskilegt er að á hverju ári sitji að a.m.k. einn fulltrúi sem setið hefur í foreldraráði áfram í ráðinu.
  5. Önnur mál

Vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.