7.desember

7.desember verður mikið húllum hæ hjá elsta árgangi leikskólans börnum fædd 2005

7.desember verður mikið húllum hæ hjá elsta árgangi leikskólans börnum fædd 2005,þá býður jólasveinninn í jólagarðinn í Tryggvaskála þar ætlar hann að taka á móti öllum börnum í leikskólum sveitarfélagsins sem fædd eru 2005 og bíður þeim upp á kakó og kex,söng og leik.Jólasveinninn færir hverjum leikskóla að láni jólatré og bíðst til að keyra það í viðkomandi leikskóla.Börnin fara með rútu sem umhverfisdeild bíður uppá kl .9.00  frá Brimveri  og er mikilvægt að þau börn sem fara séu mætt fyrir þann tíma. Síðan verður þetta með sama hætti og í fyrra að börnin skila trénu með því að gróðursetja tré í Vinagarði hér á Eyrarbakka .