Afmæli Leikskólans

Leikskólinn Brimver verður 35.ára 17.mars 2010.

Leikskólinn Brimver hefur starfað síðan 1975. Leikskólinn Brimver tók til starfa 17.mars 1975.
Leikskólinn var fyrst til húsa í Brimveri,húsi Ungmennafélags Eyrarbakka,en síðan í Blátúni þar sem skrifstofa Eyrarbakkahrepps var til húsa ásamt bókasafni.
Haustið 1982 var svo flutt í eldri hluta núverandi húsnæðis sem Eyrarbakkahreppur byggði með góðum stuðningi foreldra.1998 var byggt við leikskólann þar sem biðlisti var orðin mjög lángur.1999 var ráðist í framkvæmdirnar og leikskólinn stækkaður úr 127,9 m2 þar sem 16 börn gátu dvalið samtímis,í 281,1 m2 þar sem allt að 39 börn dvelja samtímis.Flutt var í stærri og betri leikskóla 30.ágúst 1999.