Áhugaverðir fyrirlestrar á næstunni

Við viljum vekja athygli á tveimur afar áhugaverðum fyrirlestrum sem haldnir verða á Selfossi nú í maí.

 

Arndís

Fyrst ber að nefna fræðslufund um fjölmenningu á vegum Skólaþjónustu Árborgar þar sem fjallað verður m.a. um sjálfsímynd, líðan og félagsauð tvítyngdra barna og unglinga í Árborg.

.

Svo er það fyrirlesturinn Mikill hlátur og smá grátur með Arndísi Höllu Jóhannesdóttur, en sá fyrirlestur er hugsaður til að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á við í lífinu, hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi og hvort sem viðfangsefnin eru stór eða lítil.

Efni fyrirlestrarins byggir Arndís á þeirri lífsreynslu sinni að berjast við krabbamein þar sem hún nýtti markþjálfun mikið ásamt öðru. Fyrirlestur Arndísar er í boði foreldrafélags Sunnulækjarskóla og er opinn öllum.

 

Nánari upplýsingar um dagsetningar o.fl. má finna í eftirfarandi auglýsingum:

Fræðslufundur um fjölmenningu

Mikill hlátur og smá grátur