Barnabæjarhátíðin 2015

Á morgun, fimmtudaginn 4. júní, verður Barnabæjarhátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri haldin hátíðleg, en þemað þetta árið er TÍVOLÍ.

 

Það verður ýmislegt skemmtilegt í boði á hátíðinni, en nemendur skólans ásamt kennurum, foreldrum og fleiri velunnurum hafa unnið sl. þrjá daga hörðum höndum í að gera hátíðina sem flottasta.

 

Elsti árgangur Heilsuleikskólans Brimvers-Æskukots er virkur þátttakandi í Barnabæ í ár og verða þau með skemmtilega stöð á hátíðinni sem kallast MAKEY MAKEY.

 

Vinsamlegast kynnið ykkur nánari upplýsingar um tímasetningar, verð og annað hér.

.