Barnabær 2015 – samantekt

Árgangur 2009 tók þátt í Barnabæ að þessu sinni, en þemað í ár var TÍVOLÍ. Börnin voru með starfstöð sem nefndist „Makey Makey“, og gekk hún út á það að tengja hina ólíklegustu hluti við tölvur. Allt í einu var hægt að nota ávexti, vatn og klósettpappírsrúllur til þess að stjórna tölvuleikjum, spila tónlist o.fl. Verkefnastjóri á starfsstöðinni var Lóa Björk Óskarsdóttir, en með börnunum á stöðinni voru nokkrir eldri nemendur úr BES, leikskólakennarar og foreldrar, og má með sanni segja að samstarfið hafið gengið afar vel.

.

Á Barnabæjarhátíðinni sjálfri buðu börnin gestum og gangandi upp á það að fá að spila á trommur með klósettpappírsrúllum og álpappír, taka þátt í danstölvuleik með því að halda í peru, og spila á píanó með því að labba upp stiga.

.

Ýmis önnur afþreying var í boði á Barnabæjarhátíðinni eins og t.d. andlitsmálning, spákonur, draugahús, lifandi tónlist, tískusýningar, tombóla, lukkustöð, hreyfiþrautir og útiþrautir, furðumyndataka, blaða- og útvarpsfréttamennska og veitinga- og gotteríssala.

.

Börnin okkar nutu sín mjög vel í leik og starfi þessa 4 daga sem Barnabær stóð yfir, og er óhætt að segja að þau séu nokkuð vel undirbúin fyrir komandi skólavetri.

.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá Barnabæ með því að smella hér.