Barnabær 2015

Mánudaginn 1. júní verður fáni Barnabæjar dreginn að húni hjá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, en Barnabær er þemaverkefni Barnaskólans á vorönn og mun standa yfir frá 1. – 4. júní.

.

Börn í Heilsuleikskólanum Brimveri-Æskukoti sem fædd eru árið 2009 verða gestir Barnabæjar að þessu sinni og verða þau með sér starfstöð sem nefnist Makey Makey. Verkefnastjóri starfstöðvarinnar er Lóa Björk Óskarsdóttir, en með henni verða þær Tinna Björg Kristinsdóttir, Hjördís Heiða Másdóttir og Unnur Þórðardóttir ásamt tveimur öðrum starfsmönnum frá Bátakletti og Merkisteini.

.

Þá daga sem Barnabær stendur yfir mun skólarúta sækja börnin frá Brimveri kl.08:00 og koma þeim í Barnaskólan á Stokkseyri. Börnin á Æskukoti munu ganga í Barnaskólan og munu þau leggja af stað frá Æskukoti kl.08:00. Börnin borða morgunmat heima en fá ávaxtastund og hádegismat í Barnaskólanum. Börnin vinna á sinni starfstöð til kl.13:00 og er áætluð koma í leikskólanna aftur um kl.13:15.

 

Þann 4.júní er svo Barnabæjarhátíðin sjálf haldin með pompi og prakt, og er hún opin fyrir alla þá sem vilja upplifa frábæra stemmningu innan þessa litla samfélags, en þema Barnabæjar að þessu sinni er „Tívolí“.

 

Það er mikil tilhlökkun hjá okkur á Brimver-Æskukoti fyrir komandi viku og hvetjum við ykkur til að fræðast nánar um Barnabæjarverkefnið inni á heimasíðu okkar hér eða inni á heimasíðu Barnabæjar: barnabær.barnaskolinn.is.