Barnabær - Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot

Barnabær


 

barnabærSamstarf leikskólanna og grunnskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri tekur stakkaskiptum síðustu fjóra daga vetrarins ár hvert. Þá er hefðbundið skólastarf lagt niður og að húni er dreginn fáni Barnabæjar. Barnabær er sjálfstætt ríki þar sem settar eru upp fjölmargar vinnustöðvar sem kennarar, foreldrar og nærsamfélagið setur upp.

Það sem var nýtt vorið 2013 var að elstu börn leikskólanna á Ströndinni fengu tækifæri að taka þátt í gleðinni með grunnskólanum.

Á þessum dögum sem leikskólakrakkarnir voru í skólanum lærðu þau ótrúlega margt;

Þau báru ábyrgð á starfstöðinni okkar á hátíðinni og unnu samhent að því að veita sem besta þjónustu og gera stöðina okkar sem skemmtilegasta. Margir foreldrar leikskólabarnanna gerðu sér ferð á hátíðina og sáu börnin vinna og skemmta sér og ekki spillti fyrir að fá útborgað og mega kaupa vörur og þjónustu af hinum.

Þau kynntust fullt af skólakrökkum, lærðu að hlusta og meðtaka fyrirmæli þegar talað var við allann hópinn í einu. Þau fundu til ábyrgðar og samkenndar og vissu að þau yrðu að leggja sig fram, vanda sig og vinna vel til að allt færi að óskum á hátíðinni. Það voru glöð og sjálfsörugg börn sem fóru til baka í leikskólana að lokinni hátíð síðasta skóladag Barnaskólans vorið 2013 tilbúin að hefja nám í fyrsta bekk um haustið.

 

 

nám

skemmtun

fjármálakennsla

sjálfbært samfélag

lýðræði í skólasamfélagi

fullnýting sköpunarþáttarins

aldurs-, getu- og hæfileikablandaðir hópar

samvinna heimilis, skóla og nærumhverfis

þróunarverkefni um lykilstoðir námsskrárinnar