Bókagjöf

 

Minningarsjóður Svandísar Þulu kom færandi hendi í Brimver 2. desember sl. með veglega bókagjöf. Börn og starfsfólk söfnuðust saman í salnum og Hrefna móðir Svandísar sagði okkur frá Svandísi Þulu, las sögu og við sungum saman. Þetta var falleg stund, stund minninga og kærleiks. Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum aðstandendum Svandísar Þulu ástar og friðar.
Með Ásgeiri og Hrefnu foreldrum Svandísar Þulu mætti Ída Þorgerður Ingadóttir, systurdóttir Hrefnu.
Blessuð sé minning Svandísar Þulu.