Breyting á systkinaafslætti fyrir leikskóla og frístundaheimili í Árborg

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar miðvikudaginn 16. janúar sl. var samþykkt samhljóða breyting um systkinaafslátt í gjaldskrá í leikskólum og frístundaheimilum í Árborg, systkinaafsláttur með öðru barni (kennsluhlutanum) hækkar úr 25% í 50%. Afsláttur af þriðja barni er áfram 100%.

Afslættirnir virka þannig að eldra/elsta barnið nýtur afsláttar sem þýðir t.d.:

að systkini þar sem annað er í leikskóla og hitt á frístundaheimili þá fær eldra systkinið á frístundaheimilinu 50% afslátt af gjaldskránni (gildir ekki um hressinguna)
að ef systkinin eru þrjú þar sem tvö eru á leikskóla og eitt á frístundaheimili þá fær elsta barnið á frístundaheimilinu 100% afslátt, barn 2 á leikskólanum 50% afslátt og yngsta barnið greiðir fullt gjald (arborg.is)

Við viljum einnig minna á að ef foreldrar/forráðamenn óski eftir að breyta dvalartíma og eða/kaupum á mat/hressingu verða þeir að tilkynna það viðkomandi leikskólastjóra eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Breyting á gjaldtöku tekur þá gildi næstu mánaðamót á eftir.