Brimver – útskrift

DSC04989

Miðvikudaginn 20. maí var útskrift 2009 árgangs frá Brimveri haldin hátíðleg.

 

Útskriftarbörnin sýndu leikþátt og sungu frumsamið lag, auk þess sem þau fóru með ýmsan annan tónlistarflutning í formi hljóðfærasláttar og söngs undir stjórn Kolbrúnu Huldu tónlistarkennara.

 

Að því loknu fengu börnin afhenta útskriftarbók, viðurkenningarskjal og rós frá leikskólanum til staðfestingar um að þau hafi lokið þeirra fyrsta skólastigi.

 

 

Foreldrafélag Brimvers afhenti síðan útskriftarbörnunum hverju og einu bakpoka sem innihélt ýmsan varning sem mun nýtast þeim vel þegar þau hefja grunnskólagöngu sína, en í pokanum voru m.a. merkt handklæði, vasareiknir, reglustika o.fl. Foreldrafélagið færði einnig Sirrý leikskólastjóra fallega gjöf sem þakklætisvott fyrir hennar frábæra starf, en Sirrý mun fara í ársleyfi að vori loknu. Að athöfn lokinni var svo útskriftarbörnunum og gestum þeirra boðið upp á hressingu og spjall inni á Merkisteini.

 

Heilsuleikskólinn Brimver-Æskukot óskar útskriftarbörnunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með þennan merka áfanga, með von um að framtíðin verði þeim björt og góð. Takk fyrir dásamlegar samverustundir á liðnum árum – þið eru frábær!

 

Hægt er að sjá fleiri myndir inni á fréttasíðu Merkisteins!