Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur á hverju ári þann 6. febrúar. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag.

Þar sem Dagur leikskólans 2017 verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn verður dagurinn helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins og dregið fram það sem hefur áunnist sl. ár t.d. með kynningarátakinu Framtíðarstarfið.

Börn og starfsfólk í Brimveri/Æskukoti stefna á að fara í gönguferð í tilefni dagsins um nærumhverfi skólans, syngja og hafa gamna saman. Einnig hefur hver deild útbúið „gestabók“ þar sem foreldrar, nemendur og kennarar geta skrifað kveðju, hvatningu eða gullkorn til deildarinnar og leikskólans.