Desember 2010 í Brimveri.

Nú er þessi fallegi annartími/aðventa og jólahátíð að fara í hönd

Nú er þessi  fallegi annartími/aðventa og jólatími  að fara í hönd hjá öllum þar sem mikið er um að vera á hverju heimili.

Við í leikskólanum Brimver kappkostum við að hafa þennan tíma notalegan og rólegan með börnunum.

  

Aðventan hefst sunnudaginn 28.nóvember.

 Þá er kveikt á aðventuljósum á flestum heimilum

Aðventukransinn er byggður á norður evrópskri hefð ,og táknar sígræna grenið í kransinum lífið sem er í kristi.Logandi kertin benda til komu Jesú Krists hins lifandi ljóss.Fjögur kerti eru á kransinum og hjálpa þau okkur að setja jólahátiðina í rétt samhengi.

Fyrsta kertið heitir Spádómskerti sem minnir okkur á komu frelsarans.

Annað kertið heitir Betlehemskerti og minnir okkur á  fæðingarborg Jesú þar sem ekkert gistirími var til  fyrir hann

Þriðja kertið heitir Hirðarkerti og minnir á fjárhirðina sem fengu fyrstir fréttirnar um fæðingu Jesú.

Fjórða kertið heitir Englakerti  sem minnir okkur á englana sem fluttu fregnina af fæðingu Jesú Krists.   


Aðventuhátíð verður í leikskólanum sunnudaginn 28.nóv. Foreldrafélag leikskólans stendur fyrir hátíðinni  og hefur gert með miklum sóma í mörg ár.

 Séra Sveinn Valgeirsson kemur og flytur hugvekju. Lesin verður Jólasaga og að síðustu verður kveikt á jólatrénu frá foreldrafélagi leikskólans sem stendur á Vinatorgi fyrir framan skólann,sungið og dansað.

Boðið er upp á pönnukökur og heitt súkkulaði. Þessi stund er ómissandi og yndisleg, þannig hefst jólamánuðurinn hjá okkur í leikskólanum Brimver.  

 

Við ætlum að hafa rólegar stundir þar sem við lesum jólasögur og syngjum jólalög.Við erum auðvitað í smá jólaönnum, annað er ekki hægt og verður dagskráin eftirfarandi:

 

Jólaleikritið okkar verður Miðvikudaginn 8.desember. Það er foreldrafélag leikskólans sem býður börnunum upp á leikritið Gríla og Jólasveinarnir 


 
Mánudaginn 6. desember er piparkökubakstur hjá yngri börnum á Kötlusteini.

Þriðjudaginn 7.desember verður piparkökubakstur hjá eldri börnum á Merkisteini.

Fimmtudaginn 9.desember skreyta yngri börnin piparkökurnar sínar og eru foreldrar boðnir með að skreyta.Piparkökuskreytingin byrjar kl.10.00 til 11.00.

 

Föstudaginn10.desember skreyta eldri börnin sínar piparkökur og að sjálfsögðu óskum við eftir listrænum hæfileikum foreldra. Piparkökuskreytingin byrjar kl.10.00 til 11.00.

 

Miðvikudaginn 15.desember verður piparkökukaffi fyrir foreldra og einnig verður opnaður jóladagatalsglugginn okkar í tengslum við verkefnið Jól í Árborg.

 

Fyrirhugað er að Kirkjuferðir verða á dagskrá þar sem við förum með börnin í Eyrarbakkakirkju þar sem séra Sveinn Valgeirsson tekur á móti okkur og segir börnunum frá jólahátíðinni.Þeir foreldrar sem vilja að börnin sleppi kirkjuferðinni hafi samband við leikskólastjóra.   


Jólaballið okkar verður föstudaginn 17.des og hefst kl.10.00.Gengið verður í kring um jólatréð okkar inn í sal og sjálfsögðu köllum við fram skemmtilega kalla sem færa okkur hressingu og syngja með okkur.

Að venju eldar hún Magga okkar hátíðarmat fyrir börnin þennann dag.

Að síðustu ætlum við að hafa litadag mánudaginn 20.desember þar sem allir koma í einhverju rauðu.

  

Sjálfsagt verða  skemmtilegar uppákomur sem koma að auki  óvænt í desember .