Dönsum kringum jólatréð 15.desember 2010

Miðvikudaginn 15. desember klukkan 10:00 ætlum við að fara í betri fötin og slá upp jólaballi. Við munum dansa í kringum jólatréð, syngja saman og hver veit nema sveinki láti sjá sig. Foreldrar velkomnir. Að öðru leyti er þetta venjulegur dagur með útiveru og tilheyrandi.