Febrúar í Brimveri 2012

Febrúar Í Brimveri 2012.

6.FEBRÚAR.
Dagur leikskólans.
Opið hús í leikskólanum frá kl:10:00 til 11:30.
Börnin syngja inn í sal skólans undir stjórn starfsmanna beggja deilda nokkur lög.
9.febrúar.
Afadagur.
Börnin bjóða öfum sínum í heimsókn í leikskólann.
17.febrúar.
Konudagsfjör.
Í tilefni konudagsins 19.febrúar ætlum við að gera einhvað skemmtilegt fyrir allar mömmur og konur sem koma til okkar.
20.febrúar.
Bolludagur.
Börnin búa til bolluvendi og hafa gaman að deiginum fá bollur í öll mál.
21.febrúar
Sprengidagur
Saltkjöt og baunir í matinn.
22.febrúar.
Öskudagur
Börn og starfsfólk mæta í furðufötum.Sleginn verður kötturinn úr tunnunni og vigður tunnukóngur.Haldið verður ball í sal leikskólans og allir fá popp og safa.

Fyrirhugaður starfsmannafundur sem átti að vera 29.febrúar veður frestað þar til í mars og auglýstur með góðum fyrirvara. Leikskólinn verður þar að leiðandi ekki lokaður fyrir hádeigi 29.febrúar.

Róleg og notarlegar stundir í febrúar með sögum,söngvum,listsköpun og leikjum.
Verum góð við hvort annað.
Umræður um vináttuna og Kurteisi
Förum vel með okkur.Það dýrmætasta sem við eigum erum við sjálf og fjölskyldan okkar.