Fjársjóðsleit

Í hreyfistund í þessari viku fóru allir hópar í fjársjóðs-ratleik. Við fundum fjársjóðskort sem vísaði okkur veginn að falinni gullkistu. Á leið okkar rákumst við á nokkur skilaboð frá sjóræningjum sem gáfu okkur ýmis skemmtileg verkefni til að leysa.

 

Það var mikil spenna og eftirvænting hjá börnunum og er óhætt að segja að þau hafi fengið að upplifa sannkallað ævintýri.

 

Allir fengu „gull-blöðrur“ úr fjársjóðskistunni að lokum.