Fjör í sal

Þriðjudagurinn 19.mars. voru Harmonikutónleikar í leikskólunum.

Börnunum fannst  mjög gaman og mætti vera meira af slíkum kynningum á hljóðfærum fyrir börnin og harmonikan stendur ávallt fyrir sínu.

Þessi kynning var á vegum  Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er með átak í gangi að tillögu Guðrúnar Guðjónsdóttur sem nefnist: Harmonikan í leikskólum landsins. „Hvað ungur nemur, gamall temur.“ Við bjóðum heimsókn eins eða tveggja harmonikuleikara sem munu spila fjögur lög  fyrir alla aldurshópa, einu sinni til tvisvar á vetri, vor og haust og ykkur að kostnaðarlausu. Guðrún Guðjónsdóttir  og Hjálmar Þ. Jóhannesson í  Harmonikufélagi Reykjavíkur hafa haft forgöngu um að kynna harmonikuna í leikskólum í Reykjavík en þar eru á annað hundrað leikskólar. Gunnar Kvaran og Bergþóra Jónsdóttir hafa heimsótt leikskóla á svæði 108. Við teljum harmonikuna menningararf sem ekki má glatast í tölvuheiminum. Við óskum eftir að börnin verði búin að læra textana, lögin og viðeigandi danshreyfingar þegar við komum, þá njóta allir sín. Við viljum gjarna mæta klukkan níu að morgni eða eftir samkomulagi. Dagskráin er eftirfarandi:

  1. Skósmíðadansinn (Fyrst á réttunni)
  2. Óli skans
  3. Karl gekk út um morguntíma
  4. Kátir voru karlar og sögð verður sagan um tilurð lagsins
  5.  Nemendur myndi tvöfalda röð (þ.e.a.s. ef harmonikuleikarar      eru tveir) og fá svo að snerta harmonikuborðið og framleiða tóna en      bassanótum er haldið frá þeim því litlir fingur geta auðveldlega aflagað   bassakerfið.

VIRKILEGA FLOTT OG SKEMMTILEGT FRAMTAK KÆRAR ÞAKKIR.

gulur og harmoniku 010 gulur og harmoniku 011 gulur og harmoniku 012 gulur og harmoniku 013 gulur og harmoniku 014 gulur og harmoniku 015 gulur og harmoniku 016 gulur og harmoniku 017 gulur og harmoniku 018 gulur og harmoniku 019 gulur og harmoniku 020 gulur og harmoniku 021 gulur og harmoniku 022 gulur og harmoniku 023 gulur og harmoniku 024 gulur og harmoniku 025