Foreldraboðorðin

Foreldraboðorðin tíu.

 

1. Hlutverkið:  Látið foreldrahlutverkið ganga fyrir. Samverustundirnar þurfa að vera uppbyggilegar. Það krefst tíma og athygli að rækta mannkosti.

 

Foreldraboðorðin tíu.

 

1. Hlutverkið:  Látið foreldrahlutverkið ganga fyrir. Samverustundirnar þurfa að vera uppbyggilegar. Það krefst tíma og athygli að rækta mannkosti.

 

2. Fyrirmyndir:  Verið góðar fyrirmyndir. Barnið lærir fyrst  og fremst af öðrum, mest af foreldrum.

 

3. Ábyrgð:  Berið ekki byrðarnar ein. Foreldrar eru ekki eina fyrirmyndin, þótt þeir séu sú sterkasta. Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir jákvæðum áhrifum.

 

4. Þátttaka:  Takið virkan þátt í skólagöngu barnsins. Foreldrar rækta mannkosti með börnum sínum. Kennarar leika þar einnig stórt hlutverk. Mikilvægt er að þekkja starfsemi leikskóla og þátttöku barna sinna í starfinu.

 

5. Áhrif: Hafið áhrif á hvað fer inn í huga og hjarta barnsins. Foreldrar  sjái til þess að tilfinningar barna þroskist sem best.

 

6. Höfuðmálin:  Haldið ykkur við grunnatriðin. Börn þurfa tíma til að læra, kennið grunnatriði eins og vingjarnleika, heiðarleika og ábyrgð. Kennið þeim svo þrautsegju, pruðmennsku og réttlæti. Hjálpið þeim til að byggja mannkosti sína á traustum grunni venja og dygða.

 

7. Agi: Agið með elskandi huga. Börn þurfa ákveðinn aga, reglur og aðhald. Þau þurfa að skilja ástæður ögunar og að uppspretta hennar er í elsku og umhyggju foreldranna.

 

8. Kennsla:  Notið siðfræði. Siðfræðikennsla er að hluta til falin í töluðu máli, og því þurfa foreldrar að nota einfalt og skýrt tungutak, s.s. hegðun er góð eða vond, rétt eða röng.

 

9.Ræktun:  Við ræktun mannkosta þarf fleira en orð.

Foreldrar geta hjálpað börnum sínum að þroska með sér siðferðiskennd með því að kenna þeim sjálfsaga, vingjarnleika og tillitssemi. Börn eiga að skilja að mannkostir þeirra þurfa að birtast í hegðun þeirra.

 

10. Heimilið:  Setjið ræktun mannkosta í öndvegi á heimilinu. Foreldrar þurfa að gefa fjölskyldu sinni tíma til að rækta með sér mannkosti, uppvaxtarár barnanna eru eini tíminn til þessa, og því mikilvægt að nota hann vel.