Fréttabréf

Leikskólanna Æskukot og Brimvers  – September 2012.

Nú eru liðnar rúmar fimm vikur frá því leikskólarnir opnuðu eftir sumarfrí og timabært að senda út smáveigis fréttabréf til ykkar foreldra.

5. September kom Gerður Magnúsdóttir starfsmaður frá landvernd til að taka út leikskólann okkar hér á Stokkseyri vegna Grænfánans, þar sem við sóttum um endurnýjun á honum.Miklar breytingar urðu á leikskólanum haustið 2011, þannig að starfsfólk sem áður hafði verið frumkvöðlar að þessu góða verkefni voru farnir og þurfti að byggja upp nýtt starfsfólk í verkefnið sem vel hefur tekist og fáum við fánann endurnýjaðan og  afhentann 10.október n.k.  og erum við stoltar og glaðar yfir því . 

Einnig mun þá Heilsuleikskólinn Brimver fara á stað í verkefnið og fyrirhugað er að hann fái þá fyrsta fánann sinn afhentan eftir 2.ár.

Þetta er mjög áhugavert verkefni og auðgandi fyrir allt starfið í skólunum okkar sem spennandi verður að vinna að.

Að sjálfsögðu verður hátíð hjá okkur í Æskukoti 10.október og verður hún auglýst síðar.

Haustþing 5.október 2012.09.10

Haustþing leikskóla á Suðurlandi verður haldið á Selfossi Föstudaginn 5.október n.k. Þá verða leikskólarnir Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri lokaðir vegna þátttöku starfsfólks á þingin

Fljótlega fara foreldrar að fá fréttir frá deild barnsins síns og gerum við þá ráð fyrir að fréttir og myndir komi  oftar en áður. Fréttabréf verða síðan sameiinleg fyrir báða skóla hér eftir og er fyrirhugað að það komi út mánaðarlega.

Heimasíða er enn í vinnslu og ekki komið nægjanlegt skrið á hana en það stendur til bóta.

 Starfsmannahópur Heilsuleikskólanna Brimver á Eyrarbakka og Æskukots á Stokkseyri. 2012-2013.

 M.Sigríður Jakobsdóttir leikskólastjóri.

Jóhanna Þórhallsdóttir.Staðgengill leikskólastjóra.

Drífa Erhards.Sérkennslustjóri.

  Brimver Eyrarbakka.

Opnað er í Brimveri kl.7.45 á Kötlustein fyrir báðar deildar og eru þær svo sameinaðar í lok dagsins  á Merkisteini frá kl:16.30. Leikskólinn lokar kl:17:00. 

Merkisteinn . 17.börn fædd 2007 og 2008

Jóhanna Þórhallsdóttir. Leikskólakennari/Deildarstjóri

Sigríður Jónsdóttir. Leiðbeinandi

Helena Hólm Júlíusdóttir. Leiðbeinandi.

Dagmara María Zolich.Leiðbeinandi. 

Sigríður Jónsdóttir hefur verið í veikindarfríi og kemur væntanlega til starfa í október, þar til er Dagmara María Zolich.leiðbeinandi á Merkisteini frá kl:8:30 til 13:00. 

Kötlusteinn .13.börn fædd 2009-2010-2011

Kallý Harðardóttir.Leikskólakennari/Deildarstjóri.

Hjördís Másdóttir.Leikskólaleiðbeinandi.

Helga Hallgrímsdóttir.Leiðbeinandi

Kristina  Sveinsson.Leiðbeinandi 

Matráður: Margret Steinunn Kristinsdóttir

                    Ræstitæknir: Elín Birna  Bjarnfinnsdóttir.     

Kynningarfundir fyrir foreldra Í Brimveri er á Merkisteini Þriðjudaginn 18.september kl:8:30.fh.

Á Kötlusteini verður kynningafundur fyrir foreldra fimmtudaginn 20.september kl:8:30.fh . 

 

Æskukot Stokkseyri

Opnað er í Æskukoti kl.7.45 á Bátakletti fyrir báðar deildar og eru þær svo sameinaðar í lok dagsins einnig á Bátakletti frá kl:16.30. Leikskólinn lokar kl:17:00. 

Bátaklettur. 17.börn fædd 2007 og 2008. 

Unnur Þórðardóttir leikskólakennari/Deildarstjóri.

Lóa Björg Ágústsdóttir.Lifeindafræðingur.M.S.C.Leiðbeinandi

Elísabet Fídes Pálsdóttir.Leiðbeinandi.

Hulda Ósk Guðmundsdóttir.Leiðbeinandi. 

Fiskaklettur. 16.börn fædd 2009-2010-2011. 

Móeiður Ágústsdóttir. Deildarstjóri

Guðríður Ester Geirsdóttir.Umhverfis og auðlindarfræðingur.Leiðbeinandi.

Valgerður Þóra Elfarsdóttir.Leiðbeinandi

Íris Rán Símonardóttir.Leiðbeinandi. 

Matráður: Guðný Bóel Guðbjartsdóttir.

 Ræstitæknir: Kristín Sigurðardóttir.   

 

Kjörorð okkar starfsmanna er

VIRÐIN- ÁHUGI – JÁKVÆÐNI – GLEÐI. 🙂