Fréttabréf

  Í september er aðlögun að mestu lokið hjá okkur í leikskólanum og hefðbundið vetrarstarf hafið

  

Í september er aðlögun að mestu lokið hjá okkur í leikskólanum og hefðbundið vetrarstarf hafið. Ný börn eru komin inn í leikskólann og  færsla á milli deilda yfirstaðin.

Núna í september eru 34 börn komin í leikskólann.11 nýliðar komu inn á yngri deild það yngsta er13 mánaða. Stúlkurnar eru í meirihluta að þessu sinni eða samtals 10 og einn drengur nýliði kom með þeim en samtals eru á yngri deild skólans 17 börn, 12 stúlkur og 5 drengir.

Á eldri deild komu 2 nýliðar ein stúlka og einn drengur. Samtals á eldri deild eru 17 börn, 10 drengir og 7 stúlkur. Við bjóðum öll börnin velkomin í leikskólann og hlakkar okkur öll til að takast á við skemmtileg verkefni í vetur.

 

 

15. September er fyrirhugað að hafa foreldrafund í leikskólanum kl.20. Þar verður vetrarstarfið kynnt og hvet ég alla foreldra til að koma og vera með okkur þessa kvöldstund.

Stjórn foreldrafélagsins okkar við leikskólann hefur verið mjög duglegt og yndislegt  og er svo mikilvægt að foreldrar sýni stjórn foreldrafélagsins stuðning með því að mæta á foreldrafundi og einnig er það mikilvægt fyrir starfsfólk leikskólans og síðast en ekki síst fyrir börnin ykkar kæru foreldrar. Sjáumst hress á fundi 15.september í leikskólanum Brimver kl.20.00.

 

 

Leikskólinn verður lokaður föstudaginn 24.september vegna Haustþings leikskólakennara og starfsfólk leikskóla á Suðurlandi. Þá koma leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla saman af öllu Suðurlandi og fá endurmenntun og fræðslu í ýmsu  sem eflir starfsemi okkar til góða. Skipst er á hugmyndum og farið yfir stöðu  í leikskólamálum.

 

 

Fyrirhugað er að vigsla vegna Heilsustefnu verði 10.10.2010 og er  undirbúningsvinna  búin að standa yfir síðasta ár. Vonum við að við getum dregið  fánann að hún þennann dag,10.10.10. Kemur það betur í ljós á næstunni og verður auglýst síðar. Brimver og Æskukot á Stokkseyri eru samstíga í þessu verkefni.

 

 

8.september er alþjóðadagur læsis og verður þá lesturinn hafður í fyrirrúmi þann dag í leikskólanum.  Auðbjörg Guðmundsdóttir (Aubý okkar) kemur og les fyrir börnin.

 

26.september er Evrópski tungumáladagurinn og munum við skoða og spreyta okkur á að segja “Talaðu við mig”, á ýmsum tungumálum.

                            

Sú breyting hefur orðið á starfsmannahópnum að  Kallý Harðardóttir deildarstjóri Kötlusteins og Hjördis Heiða Másdóttir eru báðar komnar í 100% stöður á Kötlusteini.

 Sandra Sævarsdóttir hefur verið ráðin í 50% stöðu  frá 13.00-17.00 á Merkisteini og bjóðum við hana velkomna til starfa.

 

Hreyfing hjá börnum á Merkisteini hefst  næstkomandi mánudag 13.september og fara öll börnin vestur á Stað fh. Almennt hópastarf er hafið á báðum deildum.

 

 

 

Skemmdarstarfsemi. Borið hefur á nokkurri skemmdarstarfsemi á leikskólalóðinni hjá okkur og slæmri umgengni. Gott væri að við myndum öll ræða þetta við börnin okkar stór og smá svo ekki þurfi að fara út i það að loka lóðinni þegar starfsemi er ekki í húsinu.