Fréttabréf Desember

Nú er jólamánuðurinn genginn í garð og búið er að kveikja á þremur kertum í aðventu.Spádómskerti, Betlehemskerti.og Hirðarkerti og svo síðast verður Englakerti.


Við í Æskukoti og Brimver erum búin að gera margt skemmtilegt nú í haust. Höfum notið veðursins og fallegrar náttúru og umhverfis mikið með gönguferðum og útiveru.


Börnin í Æskukoti fóru  í Timburhólaskóg í fallegu veðri með foreldrum fimmtudaginn 17.september. Allir skemmtu sér vel við klifur og einnig leit af úlfum,drekum og kanínum. Drukkum heitt kakó og fengum samlokur. Foreldrafélag leikskólans bauð upp á þessa ferð og þökkum við þeim kærlega fyrir

Síðan buðu foreldrafélög beggja leikskólanna Æskukots og Brimvers okkur upp á þetta líka skemmtilega leikrit sem var alveg ógleymanlegt. Leikritið heitir  Strákurinn sem týndi jólunum. Börn og starfsfólk urðu hluti af ævintýrinu og tóku virkan þátt úr sætum sínum. Leikritið hafði góðan boðskap, kærleikann í jólunum og að kærleikurinn sé ekki bara metinn í pökkum, þó svo að það vissulega hjálpi stundum til. Við mælum hiklaust með þessu leikriti.


1.desember var lagt af stað frá báðum leikskólum til að finna jólatré   til að hafa yfir jólahátíðina og Þar kom nú jólasveinn á móti okkur og bauð okkur velkomin til Vestmannaeyja meðal annars og  ja hérna hann vissi ekki að hann var á Íslandi að sögn barnanna,svo var sprellað og leitað,.Ekki þurftum við að draga tréð okkar á þotunniheim því jólasveinninn hafði komið á bíl og keyrði tréð okkar í leikskólann.


7.desember heimsóttu börnin í leikskólanum Brimver Eyrarbakkakirkju


8. desember heimsóttu börnin í Æskukoti Stokkseyrarkirkju. Séra Sveinn Valgeirsson sagði frá  jólaboðskapnum,og svaraði fyrirspurnum


Föstudagurinn 9.des.


Þá var föndurdagur í boði foreldrafélags leikskólans Æskukots og var byrjað  kl:16:00 í leikskólanum. Þar var  föndraður Jólaskór eins og venjulega ásamt öðru.


Allir fengu heitt kakó og vöfflur með rjóma . Ein amma sá um að baka vöfflurnar. Er hægt að hafa það jólalegra?!!!!


Fyrsti jólasveinninn kom aðfaranótt 12.desember.Nú fara þeir að tínast til byggða einn af öðrum og sá síðasti Kertasníkir kemur á aðfangadag jóla.


  sjáum við örugglega rauðklæddu sveinana meira á ferli .


Mánudagur 12.desember.


Opnaði leikskólinn Æskukot jólagluggann sinn kl.10.00. Eins og foreldrar hafa orðið varir við þá erum við búin að vera dugleg að skreyta skólana okkar á Stokkseyri og Eyrarbakka og  hafa börnin ekkert sparað listsköpunina við það. Leikskólinn Brimver opnaði jólaglugga sinn miðvikudaginn 14.desember kl:10:00. Einnig verður foreldrakaffi þann dag í Brimveri þar sem börnin bjóða foreldrum upp á piparkökur sem þau hafa skreytt.


Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir til að taka þátt í þessum atburðum með okkur.


Piparkökubakstur í Brimveri og Æskukoti.


Brimver var með piparkökubakstur 1. og 2.desember Í Æskukoti er piparkökubakstur 13.og 14.desember. Piparkökuskreyting fór fram í Brimveri 5.des og verður í Æskukoti 16.desember.Foreldrar eru velkomnir að koma og skreyta með börnum sínum.


 


Dönsum kringum jólatréð


Miðvikudaginn 15. desember klukkan 10:00 ætlum við að fara í betri fötin og slá upp jólaballi á báðum skólum Brimver og Æskukoti . Í Brimver  hefst jólaballið kl.10.00 en á Æskukoti kl.10.30. Við munum dansa í kringum jólatréð, syngja saman og hver veit nema sveinki láti sjá sig. Foreldrar velkomnir.


Í hádeginu verður jólamatur,hangikjöt með öllu tilheyrandi í báðum skólum.Foreldrakaffi verður í leikskólanum Æskukoti  þriðjudaginn 20.des.


Þá bjóða börnin foreldrum sínum upp á skreyttar piparkökur sem börnin hafa bakað og skreytt með kaffinu.


Skipulagsdagur


Lokað veður í báðum leikskólum Brimver og Æskukoti vegna skipulagsdags starfsfólks mánudaginn 2. janúar 2012.


 


 Því sjáumst við hress og kát á nýju ári þann 3.janúar 2012.


Við óskum foreldrum,börnum og fjölskyldum gleðilegra jóla og þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða.


Megi nýja árið verða ykkur gæfuríkt,.


 


Starfsfólk leikskólanna við ströndina.


 


Gleðilega hátíð J