Fréttabréf Febrúar 2013

imagesCAVILKZ6Í leikskólunum báðum í dag eru samtals 64.börn .

32.börn í Brimveri á Eyrarbakka og 32.börn í Æskukoti á Stokkseyri.

Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í foreldrakönnunni sem er í gangi.Endilega einnig að nota reitinn sem gefinn er til að koma skilaboðum til leikskólanna.

Við báða leikskólana vinna 22.starfsmenn þar af 5.leikskólakennarar.

1312194892Eo7d7z 

Hér kemur gömul vísa um mánuðina.

Veit ekki hver höfundurinn er en gaman væri ef einhver gæti frætt okkur um það.

 

Janúar kemur með kulda og snjá.

Febrúar málar frostrósir á skjá.

Mars okkur þreytir,hans þung eru spor.

Apríl er betri,hann boðar oss vor.

Maí gefur lömbunum lífgrös og skjól.

Júní er hreykinn með hágenga sól.

Júlí er bestur,ég bið um hann strax.

Ágúst,hann býður oss ber sín og lax.

September roðnar með réttum og glaum.

Október sefur við saknaðardraum.

Nóvember skipar:Í skólann á ról.

Desember gefur hin dyrlegu jól

imagesCA3TY5DL

Dagur leikskólans er 6.febrúar.

6.febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Markmiðið með degi leikskólans er:

Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvituð um þýðingu leikskóla fyrir börn.

Skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu.

Beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans,gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.

Opið hús í Brimveri og Æskukoti frá kl:10:00 til 14:00 þar sem boðið er upp á að fylgjast með dagskipulagi og starfi leikskólanna.

 

k8012014 

Við ætlum að brydda upp á nýjung í tilefni af konudegi sem er 24.febrúar.

Föstudaginn 22.febrúar frá kl.8,30-9,30.ætlum við að bjóða öllum konum á öllum aldri sem tengjast Brimveri og Æskukoti í morgunnmat.Mömmu,ömmu systur,frænkur langömmur og vinkonur.

Á boðstólnum verður hafragrautur og slátur,einnig verður kaffi á könnunni.

Gaman væri ef allar konur mættu með skemmtileg höfuðfat,svo sem hatta,húfur,hárbönd og þess háttar.

 

                        SKÓGARFERÐ

Fimmtudaginn 7.febrúar ætla börnin í Æskukoti að fara skógarferð á vegum foreldrafélags leikskólans Æskukots.Ferðinni er heitið í Timburhólaskóg og verður lagt að stað frá Æskukoti kl: 8.30 Við ætlum að hafa með okkur vasaljós og að sjálfsögðu Kakó og brauð.

Foreldrar eru velkomnir með

imagesCAEIENBM

Bolludagur.mánudaginn 11.febrúar.

Boðið verður upp á fiskibollur í hádegismatinn í báðum skólum og að sjálfsögðu rjómabollur í síðdegishressingu                  

Sprengidagur þriðjudaginn 12.febrúar.

Á þessum degi borða margir saltkjöt og baunir það ætlum við einnig að gera í Brimveri og Æskukoti í hádeginu. 

 

Öskudagur er miðvikudaginn 13.febrúar.

Börnin mega klæðast búningum og kötturinn sleginn úr kassanum inn í sal.Við höldum ball á eftir og fáum okkur svo smá hressingu sem verður popp og safi.

  

Starfsmannafundur verður þriðjudaginn 19.febrúar.

Leikskólarnir Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri verða lokaðir vegna starfsmannafundar frá 8,00-12,00.

Opnum kl:12.00 með hádegisverði..

imagesCASUD78Q 

Sumarfrí.

Leikskólarnir Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri verða lokaðir vegna sumarleyfis frá og með 4.júlí til og með 7.ágúst. Starfsdagar verða tveir 8. Og 9. Ágúst.

Leikskólarnir opna eftir sumarfrí mánudaginn 12.ágúst.