Fréttabréf febrúar

 Skólaheimsóknir 2011.

Skólaheimsóknir hjá elsta árgani okkar í leikskólanum er árlegur viðburður.Þá fara elstu nemendur okkar að kynna sér nýjan vettvang í námi sínu en þá tekur annað skólastigið við hjá þeim.

Ákveðið var að auka þessar heimsóknir frá því í fyrra og bjóða elstu nemendum leikskólanna Brimvers á Eyrarbakka og Æskukots á Stokkseyri einu sinni í mánuði í skólaheimsókn,einnig verða nemendum 1.bekkjar boðið í heimsókn í Brimver og Æskukot.

Fyrsta heimsókn verður mánudaginn 7.febrúar og mæta börnin kl:9.00 og verða eina kennslustund og taka þátt í leik og starfi með nemendum 1.bekkjar.

7.mars verður önnur heimsókn þar  sem leikskólanemendur fara í grunnskólann og nemendur úr grunnskólanum koma í heimsókn á meðan í leikskólann. Nemendum 1.bekkjar verður skipt í tvo hópa og fer annar hópurinn í Brimver og hinn í Æskukot.

4.apríl verður heimsóknum háttað með sama móti nema þá kemur hópurinn sem fór á Æskukot í fyrri ferðinni í Brimver og hópurinn sem kom í fyrri ferð í Brimver fer í Æskukot.

Vorskólinn verður í maí og auglýstur síðar.

Foreldrafélag leikskólans stefnir á að hafa kökubasar laugardaginn 19.febrúar . Nánar auglýst síðar.

 

Appelsínugulur dagur verður í leikskólanum 9.febrúar.

Þá væri gaman að sem flestir gætu komið í  þessum fallega lit appelsínugulu..


Við ætlum að halda upp á konudaginn föstudaginn 18.febrúar og bjóða öllum konum upp á gæðamola og sólskynsdrykk.Konudagurinn er 20.febrúar.

 

Nú er komin dagsetning á sumarleyfi leiksólans og verður það frá og með 4.júlí til og með til 5.ágúst.

 

Sandra Sævarsdóttir mun halda áfram hjá okkur í leikskólanum alla vega til 1.maí og halda sínum vinnutíma frá kl:13.00-17.00.Einnig mun hún Aubý okkar halda sínum vinnutíma óbreyttum frá 9.00-13.00.


Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd.Þá vinnum við í leikskólanum að því að efla vitund barnanna um mikilvægi góðrar tannheilsu með því að ræða um tennurnar og hversu mikilvægt það er að busta þær vel.Einnig nýtum við okkur þau verkefni sem eru  á heimasíðu lýðheilsustöðvar. www. lydheilsustod.is. Hvetjum við foreldra að skoða síðu Lýðheilsustöðvar því þar er margt fróðlegt og skemmtilegt að finna.


           Við viljum minna á að nauðsynlegt er að hafa með sér aukafatnað í leikskólann.Það sem gott er að hafa með í leikskólatöskunni/körfunni.

Nærbolur

Nærbuxur

Tvenna sokka

Sokkabuxur/gammosíur

Auka buxur

Auka peysa

Tvennir vettlíngar

Ullarsokka


Vegna sparnaðar og aðhalds í sveitarfélaginu var ákveðið að hafa tvo starfsmannafundi á ári og verða þeir á vinnutíma starfsmanna.Mánudaginn 21 mars 2011 verður fyrsti starfsmannafundurinn og leikskólinn því lokaður frá 8.00-12.00 þann dag. Klukkan 12.00 koma börnin beint í hádeigismat.

Starfsmannafundirnir eru fyrirhugaðir einn á vorönn og einn á haustönn.

 

Dagurinn í dag er dagurinn þinn.
        Þú getur gert við hann hvað sem þú vilt

Gærdaginn áttir þú. Honum getur þú ekki breytt.
       Um morgundaginn veist þú ekki neitt


En daginn í dag átt þú. Gefðu honum allt sem þú megnar
    Svo einhver finni í kvöld að það er gott að þú ert til

Minnum á heimasíðu leikskólans brimver.arborg.is