Fréttabréf foreldrafélag Brimvers

Fréttabréf foreldrafélags Brimvers 4.tbl.19.október2011

Nú er vetrarstarf foreldrafélagsins að fara í gang.Starfsemi foreldrafélagsins mun vera með hefðbundnu sniði: kökubasar, aðventuhátíð, jólaleikrit og páskaeggjaleitin vinsæla.Auk þess sem við stefnum við að því að standa fyrir ferðum á bóndabæ og í sund utan leikskólatíma en það mun vera auglýst nánar. Það er því von okkar að foreldrar og forráðamenn taki virkan þátt í fjáröflun og öllu starfi félagsins líkt og fyrri ár


Kökubasar

Fyrsti kökubasar vetrarins verður haldinn í Vesturbúð á sunnudaginnn nk.(23okt). Kökusalan hefur verið ein helsta fjáröflun foreldrafélagsins undanfarin ár og forsenda fyrir öflugu starfi.Sem fyrr stólum við á foreldra og forráðamenn að vera dugleg að baka og hvetja vini og fjölskyldu til að koma og kaupa.Tekið verður á móti kökum í Vesturbúð frá 11:00–‐11:30

Áforeldrakynningu þann18. Október kynnti HjördísHeiða, starfsmaður á Kötlusteini,afar skemmtilega og þroskandi blöndu söngva,sagna

og leikja sem hún hefur verið að þróa fyrir samverustundirá deildinni.Efniviðurinn er heimatilbúin spjöld,tuskudúkkur,hristur úr plastdollum og jafnvel teningur úr frauðplasti. Ágætis áminning um það að oft þarf ekki dýra eða flókna hluti til að efla þroska og getubarnanna.Við hvetjum foreldra til að kynna sér spjöldinog sögukassana hennar.Einnig bendum við á frábæra vefsíðu sem geymir hafsjó hugmynda um tónlist í barnastarfi og –‐uppeldi:

http://bornogtonlist.net/

Hér má sjá umfjöllun um eitt laganna sem Hjördís notar í samverustundunum:

http://bornogtonlist.net/index.php?title=Vinkar_og_vinkar_m%C3%A9r

Stjórn foreldrafélagsins helst óbreytt að öðru en því að Íris Böðvarsdóttir, Íris Ásdísardóttir og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir gengu úr stjórn.

Stjórn foreldrafélagsins 2011–‐2012 skipa því:

Arna Ösp Magnúsardóttir
( mamma Herdísar Heklu og Alfreds Ása á Kötlusteini)

FríðaStefánsdóttir
(mammaMatthíasar á Merkisteini og Bryndísar Rósar á Kötlusteini)

Helga Kristín Böðvarsdóttir

(mamma Arnars HelgaáMerkisteini)

Sigríður Pjetursdóttir

(mamma Berthu Sóleyjar og Elsu Kristínar á Kötlusteini)

Þórunn Edwald

(mamma Stellu Elínborgar á Kötlusteini)

Félagsgjald

Félagsgjald foreldrafélagsins er 2000 kr fyrir allt árið. Foreldrar sem eiga tvö  eða fleiri börn í leikskólanum greiða aðeins fyrir eitt.

Munið að allt rennur óskipt til barnanna okkar

 Foreldrafélag leikskólans Brimvers.