FRÉTTABRÉF JAN 2011

Við óskum foreldrum og börnum Gleðilegt nýtt ár og þökkum skemmtilegt liðið ár.

10. janúar ætlum við að hafa vasaljósadag og skoðum umhverfið okkar með vasaljósi. Þau börn sem eiga vasaljós komi endilega með þau með sér  í skólann

 

Fjólublár litadagur verður 14.janúar.

Bóndadagurinn er föstudaginn 21. janúar og verður þá öllum herramönnum boðið upp á hákarl og kaffi.

28.janúar verður þorrablót hjá okkur í Brimver Við höfum skemmtun í sal þar sem drengirnir syngja minni kvenna og stúlkurnar syngja minni karla,síðan er boðið í þorramat inn á deildum.


Nú er komin dagsetning á sumarleyfi leiksólans og verður það frá og með 4.júlí til og með til 5.ágúst.

 

Að öllu óbreyttu mun Sandra Sævarsdóttir hætta störfum hjá okkur 1.febrúar og Aubý mun breyta um vinnutíma og mun verða frá kl: 13.00-17.00.

 

Einnig mun Íris Ásdísardóttir að öllu óbreyttu hætta störfum hjá okkur 1.febrúar þar sem Snjólaug mun koma inn aftur eftir veikindi,en Íris hefur verið í Snjólaugar stöðu í veikindum hennar.

Þökkum við þeim Söndru og Írisi fyrir vel unnin störf.

 

Stjórn foreldrafélags leikskólans kom þann 16.desember og færði leikskólanum dýrindis myndavél sem við þökkum kærlega fyrir og var myndavélin mjög kærkomin þar sem okkar myndavél var orðin til vandræða og úr sér gengin.

 

Stjórn foreldrafélags leikskólans opnaði Facebook síðu foreldrafélagsins fyrir foreldra og starfsmenn leikskólans í desember.