Fréttabréf jan 2013

Við óskum foreldrum og börnum

 Gleðilegt nýtt ár og þökkum skemmtilegt liðið ár. 

Við vorum með fjólubláann dag þriðjudaginn 8.janúar,þá mættu flestir í einhverju fjólubláu. 

Fórum í heimsókn í húsið þriðjudaginn 8.janúar og var vel tekið á móti okkur eins og alltaf. 

Mánudaginn 14.janúar ætlum við að hafa vasaljósadag og skoðum umhverfið okkar með vasaljósi. Gaman væri ef börnin hefðu með sér vasaljós og endilega merkja þau vel.

24.jan verður Fjör í sal hjá okkur.

Að þessu sinn býður Merkisteinn börnum og starfsfólki  upp á skemmtiatriði í sal.

Bóndadagurinn er föstudaginn 25 janúar og verður þá öllum herramönnum boðið upp á hákarl og kaffi.

30.janúar verður þorrablót hjá okkur í Brimver Við höfum skemmtun í sal þar sem drengirnir syngja minni kvenna og stúlkurnar syngja minni karla,síðan er boðið í þorramat inn á deildum

 

                        Aðstoðarmenn slökkviliðsins.

Börnin skiptast á að fara einu sinni í mánuði og kanna,útgönguleiðir,slökkvitæki,brunaviðvörunarkerfið,innihurðir með pumpum og ruslafötur og hvort allt sé eins og það eigi að vera í sambandi við öryggisbúnað í leikskólanum.Komið er með lista til leikskólastjóra um það sem þau finna ábátavant og er þá send beiðni um lagfæringu ef þarf.

 

Við í leikskólanum Brimver ætlum okkur að sækja um og fara á stað í Grænfánaverkefni á nýju ári og byrjunin er að vinna að skrefunum sjö sem eru.

1. Umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd starfar við skólann og skipuleggur og stýrir verkefninu. Í nefndinni sitja fulltrúar nemenda, kennara, ræstingafólks, umsjónarfólks, foreldra og stjórnenda skólans. Nefndin á að starfa samkvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur eiga að hafa þar mikið vægi. Mikilvægt er að nefndin haldi reglulega fundi, þar séu skráðar fundargerðir og séð til þess að nemendum sé leiðbeint um hlutverk sitt sem fulltrúar samnemenda sinna við stjórnun skólans hvað umhverfisstefnu varðar. Þannig gegnir umhverfisnefndin mikilvægu hlutverki í kennslu í lýðræðislegum vinnubrögðum og lífsleikni.

2. Mat á stöðu umhverfismála. Meta skal stöðu umhverfismála í skólanum t.d. með aðstoð sérstaks gátlista. Matið á að ná til fjölmargra þátta. Nauðsynlegt er að sem flestir nemendur taki þátt matinu.

3. Áætlun um aðgerðir og markmið. Þær upplýsingar sem matið veitir eru notaðar til að gera áætlun um markmið og aðgerðir. Mikilvægt er að skólar setji sér raunhæf markmið, forgangsraði þeim og hafi í huga að ekki þarf að ná öllum markmiðum í einu – verkefnið heldur stöðugt áfram. Best er að setja sér fá og skýr markmið og gjarnan að einhverju leyti mælanleg.

4. Eftirlit og endurmat. Stöðugt eftirlit og endurmat á að tryggja að settum markmiðum sé náð, þau viðurkennd og þeim fagnað og ný markmið sett. Þessi þáttur á einnig að tryggja stöðuga umhverfismenntun í skólanum.

5. Námsefnisgerð og verkefni. Flestir nemendur fá markvisst nám í samræmi við þemun t.d. orku, vatn og úrgang. Allur skólinn tekur mið af verkefninu t.d. með því að spara vatn, flokka úrgang og minnka rusl. Byggja skal á námsskrá eftir því sem við á og bæta viðeigandi þáttum inn í skólanámskrá í samræmi við umhverfisstefnu.

6. Að upplýsa og fá aðra með. Skóli með umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélag í samræmi við Staðardagskrá 21. Skólarnir eru hvattir til að tengjast öðrum stofnunum til að læra af reynslu þeirra og sérþekkingu. Skólarnir eru einnig hvattir til að hafa samfélagið umhverfis í huga við gerð markmiða. Alls kyns opnar sýningar á verkum nemenda og kynningar í skólanum eða í fjölmiðlum upplýsa samfélagið um framgang verkefnisins.

7. Umhverfissáttmáli. Skólanum er settur umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfismálum og umhverfismennt og framtíðarsýn. Mikilvægt er að sáttmálinn sé unninn í samvinnu allra sem að skólanum standa og að hann sé vel kynntur innan skólans og utan.

Þegar skrefin sjö hafa verið stigin getur skóli sótt um að fá Grænfánann.

Með því að vera þátttakendur í Grænfánaverkefninu vilja kennarar læra með börnunum meira um verndun náttúrunnar og umhverfis.Verkefnið er tengt lífsleikninámi barnanna þar sem áhersla er á þátttöku og ábyrgð með því að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum, umhverfi og náttúru.

Umhverfi og náttúra leikskólans er falleg og fjölbreytt. Hafið, fjaran, móar, tjarnir, þorpið, sveitin og fallegur fjallahringur. Umhverfi, menning og mannlíf sem skartar fjölbreyttri flóru manna, dýra og jurta. Tækifærin eru því í og allt í kring um Brimver til að börnin fái tækifæri til að upplifa,vernda, njóta og læra um gæði lands og sjávar.
Í Umhverfisráð Brimveri eru:
Öll börn fædd 2007

Jóhanna Þórhallsdóttir verkefnastjóri Brimveri.

Margret S. Kristinsdóttir matráður Brimveri

Elín Birna ræstitæknir Brimveri.

Kennarar. M.Sigríður Jakobsdóttir,og Helena Hólm.

Allir foreldrar eru velkomnir á fundi umhverfisdeildar og eru þeir  með fulltrúa á fundum. Okkur hér í Brimveri vantar fulltrúa foreldra og auglýsum við eftir honum hér með

 

Starffólk leikskólans Brimvers.

Leikskólastjóri.

M.Sigríður Jakobsdóttir

Merkisteinn.

Jóhanna Þórhallsdóttir deildarstjóri/staðgengill leikskólastjóra.100%

Sigríður Jónsdóttir 62,5%

Helena Hólm 100%

Dagmara María Zolich 100%

Kötlusteinn

Kallý Harðardóttir deildarstjóri 100%

Hjördís Heiða Másdóttir 100%

Helga Hallgrímsdóttir 62,5%

Kristína Sveinsson 50%

Sérkennsla

Drífa Erhardsdóttir leikskólakennari.

Matráður

Margret Steinunn Kristinsdóttir

Ræsting,

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir 

Símanúmer leikskólans er sem hér segir.

Merkisteinn 4803275

Kötlusteinn 4803274

 Leikskólastjóri

 4803272 Brimver

4806352 Æskukot 

Leikskólastjóri skiptir sér á milli skólanna Brimvers og Æskukots sem hér segir

Mánudag og þriðjudag.-Æskukot sími 8406532

Miðvikudögum og fimmtudögum Brimver sími 4803272.

Föstudögum fyrir hádegi Æskukot eftir hádegi Brimver.