Fréttabréf mars

Öskudagur er miðvikudaginn 9.mars.Þá verður hullum hæ í sal leikskólans þar sem kötturinn er slegin úr tunnunni.Allir geta mætt í búningum, eða bara eins og hver vill en stríðsdót er ekki í boði að hafa með sér þó svo dagurinn og búningar bjóði upp á það. .

 Skólaheimsóknir 2011.

7.mars verður önnur heimsókn þar  sem leikskólanemendur fara í grunnskólann og nemendur úr grunnskólanum koma í heimsókn á meðan í leikskólann. Nemendum 1.bekkjar verður skipt í tvo hópa og fer annar hópurinn í Brimver og hinn í Æskukot.

 

Starfsmannafundur verður mánudaginn 21.mars og verður leikskólinn lokaður framm að hádeigi,við opnum kl.12.00 og koma þá börnin beint í mat.

 

Bolludagur er mánudaginn 7.mars og ætlar Magga að baka fyrir okkur bollur með rjóma og öllu tilheyrandi sem við fáum í síðdeigishressingu þann dag,og að sjálfsögðu verða fiskibollur í hádeigismat.

 

Sprengidagur er þriðjudaginn 8.mars og er þá boðið upp á saltkjöt og baunasúpu sem allir geta sprengt sig út á.

 

Öskudagur er miðvikudaginn 9.mars.Þá verður hullum hæ í sal leikskólans þar sem kötturinn er slegin úr tunnunni.Allir geta mætt í búningum, eða bara eins og hver vill en stríðsdót er ekki í boði að hafa með sér þó svo dagurinn og búningar bjóði upp á það. .

  

HERS GETUR ÞÚ VÆNST AF OKKUR ?

·        Að öll börn læri að þroskast út frá eigin forsendum

·        Að börnin læri um umhverfi sitt og menningu

·        Að hver dagur sé fullur af gleði,húmor og hlýju.

·        Að þú munir fá upplýsingar um barnið þitt og áætlanir í leikskólanum

·        Að þú fáir upplýsingar í gegnum samtöl,fundi og fréttabréf.

·        Að þú mætir áhugasömu starfsfólki sem nýtir sér reynslu sína,kunnáttu og fagvitund..

HVERS VÆNTUM VIÐ AF ÞÉR ?

·        Að þú kynnir þér venjur og dagskipulag í leikskólanum.

·        Að þú virðir opnunartíma leikskólans

·        Að þú gætir þess að barnið þitt hafir ávallt föt sem hentar leik bæði úti og inni.

·        Að þú tilkynnir þegar barnið þitt er veikt eða í fríi.

·        Að þú fylgist með því sem um er að vera í leikskólastarfinu.

·        Að þú takir þátt í foreldrasamvinnu og foreldrafundum.

·        Að þú segir upp plássinu skriflega.

 Það er nauðsinlegt vegna starfsemi leikskólans að börnin mæti á sínum umsamda tíma,og er þá átt við að barnið missi ekki af því hópastarfi sem er í gangi hverju sinni. Einnig er mikilvægt að börnin séu sótt á umsömdum tíma bæði vegna barnanna sjálfra og leikskólans.

Foreldrar þurfa að láta starfsfólk vita þegar komið er með barnið í leikskólann og einni þegar barnið er sótt. Þetta er öryggisatriði fyrir barnið og starfsfólk..

·        Ef aðrir en foreldrar sækja börnin sín

 er nauðsynlegt að láta starfsfólk vita.

·        Athugið að barn yngra en 12 ára

má ekki sækja barn í leikskólann.

·        Athugið  að útivera gerir börnin ekki veik,

 ef foreldrum finnst að börnin séu að vera veik, er ástæða til að halda þeim heima. Þegar börnin eru að verða veik eru þau mest smitandi. Fái barnið smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er líðin hjá, þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og að sjálfsögðu tillitssemi gagnvart öðrum börnum. Augnsýking er þar á meðal.

·        Nauðsynlegt er að

Börnin hafi með aukafatnað, því óhöpp geta alltaf hent. Einnig er mikilvægt að merkja fatnaðinn, þá eru minni líkur á flíkurnar glatist. Leikskólinn er vinnustaður barnanna þar sem við vinnum með ýmis efni s.s liti,lím og málningu sem geta farið í fötin. 


ÖKUTÆKI.

Hafið börnin ávallt  spennt í viðeigandi bílstólum .

Foreldar og forráðamenn barna sem koma á ökutækjum eru vinsamlegast beðnir að slökkva á þeim meðan farið er með börnin á og af leikskólanum.

Hlið leikskólans eiga ávallt að vera lokuð.

 Foreldraviðtöl verða í leikskólanum í apríl og verða auglýst á hvorri deild fyrir sig.