Frettabréf nóv

   

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudaginn 10.október var leikskólinn Brimver vígður sem Heilsuleikskóli og var þetta fallegur dagur . Börnin sem mætt voru sungu nokkur lög og elstu börn leikskólans sem eru 4 drógu upp heilsufánann. Þökkum við öllum þeim sem sáu sér fært að vera með okkur á þessari hátíðarstund. Markmið heilsuleikskóla er að  stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan barna, með því að efla líkams -, hreyfi-, tilfinninga-, vitsmuna-, félags-, fagur- og siðgæðisþroska, þannig að við erum ekki bara að tala um hollan mat og hreyfingu.

 Einnig segir í viðmiðum heilsuleikskóla:
Mæta þarf eftirfarandi frumþörfum mannsins í öllu heilsuleikskóla-samfélaginu bæði einstaklings- og hópbundið: Kærleikurinn, það að tilheyra einhverjum; frelsi, það að hafa valkosti; upphefð, að vera mikilvægur; skemmtun og að upplifa gleði.” 

Við erum öll saman í heilsuleikskólasamfélaginu og höfum því okkar skyldur gagnvart því og ekki síst börnunum í því.  Foreldrar, heimili og starfsfólk þarf að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin. 

 Presturinn  á Eyrarbakka, sr. Sveinn Valgeirsson, byrjaði kærleiksstundirnar í leikskólanum miðvikudaginn 6.október og verða þær,annann, þriðja og fjórða miðvikudag í hverjum mánuði. kl. 9.30 hjá yngri deild Kötlustein kl.10.00 hjá eldri deild Merkistein. Mun hann tala við börnin um  allt það góða í lífinu. Börnin læra fjöldan allan af söngvum, auk þess að heyra skemmtilegar og þroskandi sögur bæði í máli og myndum.

Þeir sem ekki eru með í kærleiksstundum eru í sinni heimastofu við leik og störf.  

  

Foreldraviðtöl eru búin í leikskólanum. Heilsubókin er matstækið í heilsuleikskólum og  gerir okkur kleift að fylgjast með þroska og framförum hjá öllum börnunum í leikskólanum.  Í heilsubókinni eru börnin eingöngu í keppni við sig sjálf.  Framfarir frá síðustu mælingu er það sem horft er á.  Vissulega eru aldursviðmið en fyrst og fremst er verið að horfa á barnið sem einstakling sem þroskast og eflist eftir því sem árin líða.  Heilsubókin verður sú skrá sem notað er í foreldaviðtölum.

 Auðbjörg Guðmundsdóttir (Aubý) er komin til starfa í 50% stöðu sem stendur eftir lángvarandi veikindi. Auðbjörg verður inn á Merkisteini og bjóðum við hana velkomna til starfa.Snjólaug Kristjánsdóttir er í veikindarleyfi , ekki er vitað í hversu lángan tíma það verður.Íris Ásdísardóttir mun vera í hennar starfshlutfalli á meðan á Kötlusteini.Óskum við Snjólaugu góðs bata.Leikskólastjóri var á ráðstefnu úti í Stokkhólmi 30.sept til 6.nóv ásamt öðrum leikskólastjórum Árborgar ásamt sérkennslufulltrúa Árborgar og var það fræðandi, áhugaverð og skemmtileg ferð.

  Búið er að skýra stofur beggja deilda  Merkistein og Kötlustein ásamt öðrum vistarverum í leikskólanum nöfnum  á húsum sem eru á Eyrarbakka.Við eigum til dæmis, Sóltún, Akur og Eyri, Sólbakka, Höfn,Ós og Fjölnir svo einhvað sé nefnt . Þetta finnst okkur mjög skemmtilegt að tengja leikskólann  þessum nöfnum,og fylgiroft saga þessum nöfnum (húsum)

 Aðventuhátíð foreldrafélags leikskólans verður sunnudaginn 28.nóvember kl.16.00.

Aðventuhátiðin verður með hefðbundnu sniði og kveikt verður á jólatré lelikskólans sem stendur á Vinartorgi fyrir framan leikskólann í lokinni .

Jólasýning foreldrafélagsins verður 8.desember kl.9.30 þá verður leiksýningin Grýla og jólasveinarnir sýnt. Þórdís Arnljótsdóttir er höfundur af sýningunni.

Fyrirhugað er að jólaball leikskólans verði 17.desember og verður það auglýst síðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudaginn 10.október var leikskólinn Brimver vígður sem Heilsuleikskóli og var þetta fallegur dagur . Börnin sem mætt voru sungu nokkur lög og elstu börn leikskólans sem eru 4 drógu upp heilsufánann. Þökkum við öllum þeim sem sáu sér fært að vera með okkur á þessari hátíðarstund. Markmið heilsuleikskóla er að  stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan barna, með því að efla líkams -, hreyfi-, tilfinninga-, vitsmuna-, félags-, fagur- og siðgæðisþroska, þannig að við erum ekki bara að tala um hollan mat og hreyfingu.

 Einnig segir í viðmiðum heilsuleikskóla:
Mæta þarf eftirfarandi frumþörfum mannsins í öllu heilsuleikskóla-samfélaginu bæði einstaklings- og hópbundið: Kærleikurinn, það að tilheyra einhverjum; frelsi, það að hafa valkosti; upphefð, að vera mikilvægur; skemmtun og að upplifa gleði.” 

Við erum öll saman í heilsuleikskólasamfélaginu og höfum því okkar skyldur gagnvart því og ekki síst börnunum í því.  Foreldrar, heimili og starfsfólk þarf að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin. 

 

 

Presturinn  á Eyrarbakka, sr. Sveinn Valgeirsson, byrjaði kærleiksstundirnar í leikskólanum miðvikudaginn 6.október og verða þær,annann, þriðja og fjórða miðvikudag í hverjum mánuði. kl. 9.30 hjá yngri deild Kötlustein kl.10.00 hjá eldri deild Merkistein. Mun hann tala við börnin um  allt það góða í lífinu. Börnin læra fjöldan allan af söngvum, auk þess að heyra skemmtilegar og þroskandi sögur bæði í máli og myndum.

Þeir sem ekki eru með í kærleiksstundum eru í sinni heimastofu við leik og störf.  

 

 

 

Foreldraviðtöl eru búin í leikskólanum. Heilsubókin er matstækið í heilsuleikskólum og  gerir okkur kleift að fylgjast með þroska og framförum hjá öllum börnunum í leikskólanum.  Í heilsubókinni eru börnin eingöngu í keppni við sig sjálf.  Framfarir frá síðustu mælingu er það sem horft er á.  Vissulega eru aldursviðmið en fyrst og fremst er verið að horfa á barnið sem einstakling sem þroskast og eflist eftir því sem árin líða.  Heilsubókin verður sú skrá sem notað er í foreldaviðtölum.

 

 

Auðbjörg Guðmundsdóttir (Aubý) er komin til starfa í 50% stöðu sem stendur eftir lángvarandi veikindi. Auðbjörg verður inn á Merkisteini og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Snjólaug Kristjánsdóttir er í veikindarleyfi , ekki er vitað í hversu lángan tíma það verður.

Íris Ásdísardóttir mun vera í hennar starfshlutfalli á meðan á Kötlusteini.Óskum við Snjólaugu góðs bata.

 

Leikskólastjóri var á ráðstefnu úti í Stokkhólmi 30.sept til 6.nóv ásamt öðrum leikskólastjórum Árborgar ásamt sérkennslufulltrúa Árborgar og var það fræðandi, áhugaverð og skemmtileg ferð.

 

 

 Búið er að skýra stofur beggja deilda  Merkistein og Kötlustein ásamt öðrum vistarverum í leikskólanum nöfnum  á húsum sem eru á Eyrarbakka.Við eigum til dæmis, Sóltún, Akur og Eyri, Sólbakka, Höfn,Ós og Fjölnir svo einhvað sé nefnt . Þetta finnst okkur mjög skemmtilegt að tengja leikskólann  þessum nöfnum,og fylgiroft saga þessum nöfnum (húsum)

 

 

Aðventuhátíð foreldrafélags leikskólans verður sunnudaginn 28.nóvember kl.16.00.

Aðventuhátiðin verður með hefðbundnu sniði og kveikt verður á jólatré lelikskólans sem stendur á Vinartorgi fyrir framan leikskólann í lokinni .

 

Jólasýning foreldrafélagsins verður 8.desember kl.9.30 þá verður leiksýningin Grýla og jólasveinarnir sýnt. Þórdís Arnljótsdóttir er höfundur af sýningunni.

 

Fyrirhugað er að jólaball leikskólans verði 17.desember og verður það auglýst síðar.