Fréttabréf

Fréttabréf leikskólans Brimvers

Í leikskólanum Brimver er alltaf skemmtilegt og mikið um að vera.

Börnin á Merkisteini eru að vinna að verkefni um þorpið okkar og verður haldið áfram með það í febrúar Á Merkisteini hefur verið farið í gönguferðir um þorpið og þekkingarvefur búin til.

 

Yngri börnin eru að vinna að verkefninu ég sjálfur þar sem þau eru að uppgötva sjálfan sig , umhverfið,vináttuna og kærleikan.

 

Bolludagur er 15.febrúar og verða bollur í hádegismat og bollur í síðdegishressingu.

 

 

Sprengidaginn 16. febrúar verður saltkjöt og baunir í hádegismat  og geta börnin sprengt sig út af því.

 

 

Á öskudaginn 17. febrúar mæta allir í furðufötum (Grímubúning) og hafa gaman kötturinn verður slegin úr tunnunni og að sjálfsögðu verður ball í salnum okkar. Trallið hefst með tunnuslætti klukkan 10:00. Byssur sverð eða önnur vopn eru ekki leyfileg í leikskólann hvorki á öskudagsballi eða á venjulegum dögum

 

 

 

Konudagurinn er 21. febrúar viljum við bjóða mömmum,ömmum,frænkum og systrum í kaffi og góðgæti í tilefni dagsins inn á Merkistein og Kötlustein..

 

 

 

 

Bréf til mömmu.

 

Elsku góða mamma mín

Hér er lítið bréf til þín

Þegar ég í leikskólann fer

Hafðu hlýju fötin með mér

 

Úlpu,buxur,húfu og skó

Það er ekki alveg nóg

Ég minni á trefil og vettlinga

Peysu og ullarsokka

 

Þegar blautur rassinn er

Kuldahrollur um mig fer

Ég aukabuxur með mér fæ

Þá kuldahrollnum úr mér næ

 

Nú er ég ánægð/ur mamma mín

Og gleðin úr augum skín

Þú mundir það sem upptalið er

Svo kuldi og bleyta ei lengur sker

 

 

 

26.febrúar  Blár dagur

Þá koma allir með eða í viðkomandi lit þann dag og við spáum í litinn í umhverfinu okkar.

 

Komið var með kanínur í heimsókn til okkar  á Kötlustein.

 Börnin höfðu mikið gaman af þeim.