Fréttir frá Umhverfisráði Æskukots

Þessi texti varð til í framhaldi af fundi Umhverfisráðs í morgun 13. janúar 2010.
Nú geta allir tekið lagið með börnunum sínum.


Umhverfissáttmáli Æskukots


Stefnan hér á Æskukoti
er sem segir hér.
Göngum vel um náttúruna
virðum bæði tré og runna
svo dýr og börn á jörðinni
geti lengi leikið sér.


Texti: Tinna Jónsdóttir kennari á Bátakletti
Lag: Gamli Nói

Fundargerð Umhverfisráðs Æskukots 13.janúar 2010
Fundur hjá Umhverfisráði. Fræðsla um jörðin og lífið á bls. 2  í bókinni Komdu og skoðaðu – Hringrásir. Umræður um jörðina og lífið þar, skoðuðum hnöttinn okkar fundum Ísland og Atlanshafið. Umræður um það hvað krían flýgur langt en fréttir um það hafa verið í fjölmiðlum. Skoðuðum þá leið á hnettinum. Umræður um blóm og tré hvernig þau lifa og hvað þau þurfa til að lifa. Börnin vökvuðu blómið. Umræður um trén og runnana sem eru úti í garði. Hvað er að gerast þar? Allir hvattir til að ganga vel um beðin og runnana.  Hvernig verður pappír til? Umræður út frá jólatrénu. Börnin hvött til að gæta að því hve mikið af bréþurrkum við notum oftast er nóg að nota eina.
Skoðuðum tilraunina okkar í fötunni
Það hafði eitthvað breyst. Nú var bananahýðið ekki grænt heldur brúnt eða svart. Það var komin hvítur myglusveppur. Sumum fannst lyktin ekki vera góð. Þegar við hrærðum í fötunni sáum við brúnt vatn sem gat kannski verið „kaffi“. Umræður voru um það af hverju innihaldið í fötunni hafði minkað „kannski var búið að stela því eða mús eða ormar komist í fötuna“.