Fyrsta skólaheimsókn 2009 árgangsins

Börnin ásam Magnúsi skólastjóra

 

Í dag fóru elstu börnin á Brimveri/Æskukoti í sína fyrstu skólaheimsókn í Barnaskólan á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Þau hittu skólastjóran, kennara og nemendur auk þess sem þau fengu að skoða allan skólan, verkgreinastofur og skólavistina.

 

Óhætt er að segja að spennan hafi verið töluverð hjá þessum flotta árgangi, og munu þau eflaust sóma sig vel á skólabekk í framtíðinni.

 

Sjá nánar í Fréttir af Bátakletti og Fréttir af Merkisteini.

 

Einnig er hægt að kynna sér samstarf BES og leikskólanna nánar hér.