Gjöf frá Kvennfélaginu á Eyrarbakka

Nýtt 2.okt 029

Nýtt 2.okt 007

 

 

 

Við í leikskólanum Brimver fengu annann frábæran glaðning og er það frá Kvennfélagi Eyrbekkinga sem hafa ávallt sýnt okkur mikinn kærleika og stuðning. Kvennfélagið gaf okkur að þessu sinni leikkofa á lóð leikskólans en þeir sem voru fyrir voru úr sér gengnir og taldir ónýtir . Kvennfélagið hér á Eyrarbakka hefur gefið leikskólanum Brimver mest öll hljóðfæri sem leikskólinn státar af og eigum við töluvert gott hljóðfærasafn, einnig hefur Kvennfélagið hér á Eyrarbakka stutt okkur á hverju vori til að geta farið með útskriftarbörnin okkar hverju sinni í mikla og góða menningarferð sem er hverjum árgangi ógleymanlegt. Leikskólinn Brimver á Kvennfélaginu á Eyrarbakka mikið að þakka fyrir marga og góða hluti sem það hefur látið renna til leikskólastarfsins og erum við óendanlega þakklát þeim fyrir það.