Gjöf til Heilsuleikskólans Brimver

Börn og starfsfólk í leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka fengu frábæra heimsókn að morgni föstudagsins 20. september. Þau Arnbjörg Hafliðadóttir og Ragnar Agnarsson frá Sagafilm komu fyrir hönd norska fyrirtækisins Tappeluft Terje Strömstad og færðu Brimveri fimm Rabo hjól. En Sagafilm hefur verið í samstarfi við þetta norska fyrirtæki í kvikmyndaverkefninu Ded Snowd “red vs.dead“ og stóðu tökur yfir í heilan mánuð á Eyrarbakka. Verkefnið setti skemmtilegan  svip á bæjarlífið og eru norsku stjórnendurnir og allt starfsfólk afar þakklátt fyrir þær góðu móttökur sem þau fengu. Í kjölfarið vildu þau láta gott af sér leiða til samfélagsins og varð leikskólinn Brimver fyrir valinu. Börn og starfsfólk leikskólans þakka kærlega fyrir höfðinglega gjöf sem á eftir að koma sér vel.

14Gjöf frá Saga film 3Gjöf frá Saga film 017Gjöf frá Saga film 007Gjöf frá Saga film 001