Gjöf

Í dag 16.desember fengum við frábæra gjöf frá foreldrafélagi leikskólans

Dýrindis myndavél.

Myndavélin kemur sér afskaplega vel þar sem okkar myndavél var nánast að syngja sitt síðasta og  oft erum við búnar að missa af dýrindis stundum vegna bilunar á myndavélinni okkar. Nú getum við verið rólegar og  tekið myndir af skemmtilegum uppákomum á nýju myndavélina.

Við þökkum foreldrafélagi leikskólans hjartanlega fyrir þessa góðu gjöf og einnig erum við ómetanlega þakklátar fyrir hversu miklir dugnaðarforkar  eru í stjórn foreldrafélagsins og hafa lagt mikið að mörkum okkur og börnunum í hag.

Leikskólastjóri tók við gjöfinni frá Írisi Böðvarsdóttur og  Elínu Birnu Bjarnfinnsdóttur  sem eru í stjórn foreldrafélagsins.