Vor í Árborg

Sælir foreldrar og aðrir gestir heimasíðunnar.

Um leið og við óskum ykkur og gullmolunum okkar gleðilegs sumars þá komum við eftirfarandi upplýsingum til ykkar í leiðinni:

Skólahópar Heilsuleikskólans Brimvers-Æskukots munu taka þátt í Vor í Árborg föstudaginn 24. apríl nk.

Börnin munu fara með rútu á Dvalarheimilið Sólvelli og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Kumbaravog kl.10:00 þar sem þau munu syngja nokkur vel valin lög.

Að því loknu verður svo farið með rútu á Selfoss þar sem öll leikskólabörn í Árborg munu koma saman fyrir utan Ráðhús Árborgar kl. 11:00 og syngja þar fyrir gesti og gangandi.

 

Myndlistasýningar á verkum barnanna í Brimveri – Æskukoti eru staðsettar í: Skálanum á Stokkseyri, Sundlauginni á Stokkseyri, Stað Eyrarbakka, Bakka Eyrarbakka og Nettó Selfossi.

 

Við vonum að sumarið færi ykkur fullt af nýjum og skemmtilegum ævintýrum!

 

Starfsfólk Heilsuleikskólans Brimvers – Æskukots.