Grænfáninn í Brimver/Æskukot á Degi Jarðar 22. apríl 2016

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólinn hefur náð því markmiði að fá að flagga Grænfánanum í
fyrsta sinn á báðum starfsstöðvum, í Brimveri í fyrsta sinn og í þriðja sinn í Æskukoti. Þetta er mikilvægt
skref í sameiningu, samstarfi, samvinnu og ákveðinn árangur í skólastarfi í Brimveri/Æskukoti. Við
innleiðingu var lögð áhersla á þemað lýðheilsa sem fellur vel að heilsustefnunni. Við erum þakklát fyrir það góða
samstarf sem við höfum átt við foreldra, starfsfólk í BES og alla sem hafa stutt við verkefnið og sýnt því
áhuga og stuðning. Við höfum náð því markmiði að fá að flagga Grænfánanum nú höldum við áfram, gleðjumst, metum stöðuna og setjum stefnuna á ný markmið og leiðir.

 

Til hamingju 🙂

 

Grænfáninn Brimveri Grænfáninn Æskukoti