Grýla og jólasveinarnir

Í dag fengu leikskólarnir okkar skemmtilega heimsókn frá Þórdísi Arnljótsdóttur leikkonu sem töfraði fram leiksýningu fyrir okkur um Grýlu og jólasveinana þrettán.  Það var sameiginlegt foreldrafélag Brimvers og Æskukots sem bauð leikskólunum upp á heimsóknina, og vakti uppákoman mikla lukku meðal barna og starfsfólks. Þórdís náði að fanga athygli barnanna frá upphafi og var mikið hlegið og spurt.