Heilsuleikskólarnir Brimver og Æskukot fá klapp á bakið

Leikskólunum okkar barst góð kveðja í dag frá eiganda heimasíðunnar leikuradlaera.is, en það er hún Kristín Einarsdóttir íþrótta- og grunnskólakennari. Heimasíða hennar er hugsuð sem hugmyndabanki fyrir kennara 2 – 9 ára barna. Í gegnum hana geta kennarar fundið leiki og æfingar þar sem samþætting hreyfingar við stærðfræði-, bókstafa og hljóða-, lita- og formakennslu er höfð að leiðarljósi. Kristín sagði í kveðju sinni til okkar að henni þætti alveg meiriháttar gaman að fylgjast með heimasíðunni okkar og því fábæra starfi sem við værum að vinna að er tengist hreyfingu og námi, og hrósaði hún umferðarfræðslunni okkar alveg sérstaklega.

Við þökkum Kristínu kærlega fyrir þessi fallegu orð, og þökkum henni sömuleiðis fyrir heimasíðuna hennar, en hún hefur nýst okkur sérsteklega vel í okkar starfi.

Fyrir áhugasama er hér linkur á heimasíðu Kristínar: http://www.leikuradlaera.is

broskarl