Heilsuleikskólinn Brimver

Leikskólinn Brimver  á Eyrarbakka hefur hlotið viðurkenningu sem Heilsuleikskóli.

 

 Unnur Stefánsdóttir, formaður samtaka Heilsuleikskóla,    afhenti M.Sigríði Jakobsdóttur leikskólastjóra viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í leikskólanum þann 10.10.10.

Börnin í leikskólanum sungu nokkur lög og elsti árgangur barnanna sem eru fjögur fædd 2005 drógu upp Heilsufánann  í blíðskapar veðri 16.stiga hita.

Börnum,foreldrum og gestum var boðið upp á grænmeti og ávexti ásamt heilsudrykkn. Var þetta frábær dagur.

 Leikskólinn Brimver  hefur unnið að því frá hausti 2009 að ná markmiðum Heilsustefnunnar með því að aðlaga matseðil að markmiðum Heilsustefnunnar og aukin áhersla hefur verið lögð á hreyfingu með viðmið Heilsubókarinnar að leiðarljósi.

Brimver er fimmtándi leikskólinn hérlendis sem hlýtur þessa viðurkenningu.

Heilsuskólar í Árborg eru eftir daginn í gær 10.10  þrír.  Brimver á Eyrarbakka. Æskukot á Stokkseyri og Árbær á Selfossi.