Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot tilnefndur til menntaverðlauna Suðurlands

Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2014 voru afhent á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands  fimmtudaginn 29. janúar sl. Einnig var afhentur styrkur úr Vísindasjóði Suðurlands. Fjöldi góðra tilnefninga barst SASS að þessu sinni, alls 11 einstaklingar, stofnanir og félagasamtök, þar á meðal heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot. Tilnefningin er mikið ánægjuefni fyrir starfsmenn skólans, foreldra og leikskólabörnin sem þar dvelja, og viljum við koma fram þökkum til þeirra er þóttu starfsemi okkar þess verðug að tilnefna.

Með kærri kveðju,

starfsfólk Brimvers/Æskukots