Heimsókn í Húsið á Eyrarbakka

Í dag fóru börnin á Brimveri í árlega þrettándaheimsókn í Húsið á Eyrarbakka. Þar var þeim boðið á sýningu þar sem útskýrt var fyrir þeim hvernig jólin voru haldin í gamla daga. Þau fengu einnig að skoða sig um í Húsinu og var þeim boðið upp á piparkökur í lok heimsóknar.

 

Afskaplega skemmtileg ferð í alla staði :o)