Hlaupabóla í Æskukoti

Hlaupabóla hefur stungið sér niður í leikskólanum. Hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur og viljum við biðja foreldra að vera vakandi fyrir hugsanlegu smiti hjá börnum sínum.

Orsök og smitleið: Veira (varicella-zoster) smitast með úðasmiti og snertingu. Meðgöngutími sjúkdómsins, það er tíminn frá því barnið smitast þar til einkennin koma fram, er allt að tvær vikur.


Einkenni: Oft hitavella. Slappleiki og lystarleysi í sólarhring áður en útbrot koma fram. Útbrot byrja oftast á búk og andliti og breiðast síðan út. Þau byrja sem litlar bólur en verða að blöðrum eftir nokkra klukkutíma. Þær verða síðan að sárum á 1-2 dögum. Hrúður myndast og blöðrurnar þorna. Útbrotin valda kláða. Barnið getur fengið hita.


Meðferð: Að draga úr kláða. Kaldir bakstrar geta linað kláðann, einnig getur slegið á að setja barnið í volgasturtu en látið barnið ekki í bað þar sem að það getur dreift sýkingunni. Ráðlegt er að klippa neglur barnsins þarsem þau klóra gjarnan í bólurnar. Gætið fyllsta hreinlætis. Ef kláðinn veldur miklum vandræðum eru til lyf til útvortis notkunar sem slá á hann, t.d.sinkáburður og púður.


Smithætta: Smithætta er fyrir hendi í um þrjá daga áður en útbrotkoma fram og þann tíma sem útbrotin eru tilstaðar. Haldið barninu heima við þangað til hrúðrið er horfið og sárin hætt að vessa.
      Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Doktor.is

                kveðja, Ísrún leikskólastjóri