Hlaupabóla

Nú er hlaupabólan í gangi á báðum leikskólum, en hér eru nokkur húsráð sem hafa reynst vel gegn þessari leiðinlegu veiru:

 

  • Kartöflumjöl er undralyf, hjálpar gegn kláða og eins til að flýta fyrir þurrki bólanna.
  • Matarsódi í baðið, dregur vessana úr bólunum og flýtir fyrir þurrki.
  • Bað með haframjöli. Haframjölið sett í sokk, bundið fyrir og svo sett ofan í baðið.
  • Einnig er hægt að lina kláðan með köldum bökstrum og kláðastillandi lyfjum.

Sjá nánari meðferðarúrræði á heimasíðu landlæknis.