Hrós er H-vítamín!

 

Þann 1.mars er hinn alþjóðlegi hrósdagur haldinn hátíðlegur ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn í Hollandi fyrir 12 árum síðan og síðan þá hefur boðskapur hans breiðst hratt út víða um heim, þar á meðal hingað til Íslands.

 

Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en hrós sem er sett fram af einlægni.

 

Verum dugleg að nýta tækifærið þegar við á og hrósum makanum, börnum okkar, foreldrum, samstarfsfélögum, systkinum, frænkum og frændum og öllum sem við þekkjum.

 

Eitt hrós á dag kemur hamingjunni í lag!