Hugmyndaþing Play Iceland: Heimsókn á Brimver og Æskukot

Play Iceland er 4 daga heimsóknarferð leikskólakennara sem kynnst hafa á netinu og deila einlægum áhuga á íslenskri leikskólamenningu. Á hugmyndaþinginu deila þau eigin reynslu og þekkingu auk þess að ræða upplifun sína af heimsókninni. Hugmyndaþingið var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 25.nóvember, en áður höfðu þau heimsótt fjölmarga leikskóla í Reykjavík. Í dag var lokadagur ferðarinnar og nýtti hópurinn fyrri part dags í að heimsækja Brimver og Æskukot. Hópurinn byrjaði á því að heimsækja Brimver þar sem tekið var á móti þeim með söng leikskólabarnanna. Þar voru þeim afhend kynningarblöð um starf og stefnur leikskólanna okkar sem endaði svo á skoðunarferð um húsnæðið. Að því loknu var ferðinni heitið á Stokkseyri þar sem þeim var boðið upp á létta hressingu ásamt kynningarferð um Æskukot. Hópurinn var yfir sig hrifnn af starfsemi okkar og voru dugleg að festa hinar ýmsu hugmyndir á filmu. Að lokinni skoðunarferð um Æskukot var ákveðið að fara með hópinn í gönguferð niður í Stokkseyrarfjöru ásamt Skútunum (4 ára börnunum á Bátakletti) með viðkomu í Þuríðarbúð. Þegar komið var niður í fjöru buðum við hópnum upp á stuttan úti-jógatíma með börnunum. Það var mikil ánægja á meðal gesta með heimsóknina og fannst þeim bæði aðstaða okkar og nánasta umhverfi öfundsverð.