Íslensk tónlist við ströndina

Þann 10. maí stóð Kolbrún Hulda Tryggvadóttir tónlistarkennari fyrir viðburðinum Íslensk tónlist við ströndina, en viðburður sá var liður í meistaraverkefni hennar í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi.

 

Markmið verkefnisins var að tengja saman eldri borgara, leikskóla- og grunnskólabörn með sameiginlegum tónlistarflutningi. Áhersla var lögð á staðartónskáld og íslensk þjóðlög, og fór tónlistarflutningurinn fram í hinum ýmsu húsum á Stokkseyri eða nánar tiltekið í Knarrarósvita, Stokkseyrarkirkju, Orgelverkstæði Björgvins Tómassonar og í gamla Barnaskólanum á Stokkseyri.

 

Verkefnið þótti takast einstaklega vel og er vonast til þess að hægt verði að endurtaka það að ári.

 

Við óskum Kollu okkar innilega til hamingju með þetta glæsilega verkefni, en ásamt því að vera nemi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi, þá starfar hún einnig sem tónlistarkennari við Heilsuleikskólan okkar Brimver-Æskukot og við Barnaskólan á Eyrarbakka og Stokkseyri.